spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í DHL-Höllinni: Jón Arnór, Darri og Þorleifur

Sagt eftir leik í DHL-Höllinni: Jón Arnór, Darri og Þorleifur

23:03
{mosimage}

(Jón Arnór leikur á Brenton Birmingham)

Karfan.is náði tali af KR-ingunum Jóni Arnóri og Darra Hilmarssyni eftir leik og sömuleiðis Þorleifi Ólafssyni en þessir þrír kappar áttu góðan dag fyrir sín félög. Þorleifur komst vel að orði þegar hann sagði að synd væri að leikurinn hefði ekki verið sýndur í sjónvarpinu en eins og alþjóð veit þá hefur það eitthvað skolast til hjá RÚV undanfarin ár að sýna frá körfuknattleik!

Jón Arnór Stefánsson, KR, 25 stig og 4 fráköst
Þetta var góður leikur. Maður er kannski búinn að bíða lengi eftir þessum leik og ég var svolítið spenntur en þetta var ekkert geðveikur körfubolti en spennandi leikur svo þetta var allt í lagi. Mér leið mjög vel í lokakörfunni þó ég hafi ekki verið að hitta vel inni í teig framan af leik en þetta bara datt loksins ofan í. Þessi tvö lið eru svakalega jöfn en þá vantaði Arnar Frey hjá Grindavík og við vorum ekki að spila neitt geðveikan bolta en þetta eru liðin sem eiga eftir að berjast um titlana í ár.

{mosimage}
Darri Hilmarsson, KR, 8 stig og 8 fráköst
Ég reyni alltaf að láta til mín taka þegar ég kem inn á og maður verður að vera klár þegar kallið kemur og sérstaklega þegar Fannar, Helgi og Jason fá fimm villur í leiknum. Maður verður bara að reyna að setja sitt mark á leikinn. Við erum með breiðan hóp svo maður verður bara að æfa eins og vitleysingur til að fá að vera með. Ég myndi síðan segja að KR og Grindavík eigi eftir að heyja góða baráttu í vetur. Ég vona að mér takist að vinna mér inn byrjunarliðssæti en maður veit aldrei því við höfum fjóra landsliðsmenn og svo kana þannig að hér er þvílík barátta um hvert sæti en ég reyni eins og ég get.

{mosimage}
Þorleifur Ólafsson, Grindavík, 25 stig og 4 fráköst
Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik í öllu sem heitir að vera ákveðnir og KR voru mun grimmari en við og það vann leikinn fyrir þá. Ef við hefðum leikið betur í fyrri hálfleik þá hefðum við tvímælalaust unnið þennan leik. Það er búið að hæpa þetta KR lið upp en við sáum það í kvöld að Grindavík á góðan séns í að vinna þetta lið á hvaða degi sem er. Loksins fær maður hörkuleik því þetta er búið að vera fremur dapur með rúmlega 20 stiga sigrum undanfarið. Þetta var bara hörkuleikur og vel mætt og alger synd að þetta hafi ekki verið sýnt í sjónvarpinu. Ég á von á því að flest liðin í deildinni fái sér erlendan leikmann og þá er ekki einu sinni víst að þau berjist um efstu sætin við KR og Grindavík.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -