Gunnar Einarsson baráttujaxl hefur oft sýnt meiri hörku en hann gerði í gærkvöldi og var að vonum gríðarlega ósáttur við sinn leik og tapið gegn Njarðvíkingum. Við tókum kallinn í spjall eftir leik í gær og spurðum hann hvað hafi klikkað hjá Keflvíkingum.
"Ég held ég hafi heyrt þessa spurning frá öllum þeim sem ég hef rekist á , en það sem klikkaði hjá okkur var að það vantaði allann vilja og baráttu í okkar lið, sóknarleikurinn hjá okkur var alls ekki nógu góður og hvað þá vörnin, sérstaklega í seinni hálfleik þá var vörnin hjá okkur engan vegin spiluð eins og við erum þekktir fyrir. En það sem við getum lært af þessum leik er að við verðum að koma tilbúnir í alla leiki og baráttan þarf að vera í fyrirrúmi. Það er svo sem ekkert mikið sem þarf að breytast fyrir næsta leik, við verðum ekkert betri í körfubolta á nokkrum dögum og er getan ekki það sem er að há okkur heldur verður hugarfarið að vera rétt og allir að gefa sig 110% í leikina sem eru framundan."
Má von á erfiðri æfingu hjá Sigurði í dag ?
Það er æfing kl 17:00 í dag uppá Vallarheiði, meira veit ég ekki !