spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik á Ásvöllum

Sagt eftir leik á Ásvöllum

Konrad Tota þjálfari Skallagríms var að vonum súr eftir leik en hans menn áttu frábæran kafla í leiknum þar sem þeir skoruðu 18 stig gegn aðeins tveimur Haukanna. Þrátt fyrir það dugði það ekki til og Tota var sammála því þessi kafli hafi komið alltof seint.
 
 „Þessi kafli kom klárlega of seint. Við byrjuðum illa og hlutir sem við höfum verið að vinna í þá sérstaklega hjálparvörnin var ekki að virka og var hreinlega ekki til staðar.
Það má segja að við höfum verið sofandi nær allan leikinn og svo þegar við loksins vöknuðum og urðum aggresívir í vörninni náðum við góðum kafla en eiddum miklum krafti í það og einfaldlega héldum ekki út allan tímann” sagði Konrad Tota.
 
Helgi Björn Einarsson fór mikinn á lokakaflanum og setti niður 7 síðustu stig Hauka. Helgi kláraði dæmið endanlega þegar hann fiskaði ruðning og skoraði svo þriggjastiga körfu í kjölfarið. Hann var á því að þetta hafi verið fínn leikur og að karfan góða hafi endanlega slökkt þann vonarneista sem Skallagríms menn höfðu.
 
„Já það má segja að þessi karfa hafi klárað þetta. Þetta var fínn leikur, allavega góður endasprettur en ég hélt að við værum að tapa þannig að ég tók þriggjastigaskotið og í staðinn fyir að vera að koma okkur yfir þá var ég að auka muninn” sagði Helgi eftir leikinn glaður í bragði.
 
Ástæða þess að Haukar hleyptu Skallagrími inn í leikinn segir Helgi að Haukaliðið hafi á þessum kafla verið að gera vitlausa hluti.
 
„Okkur fannst eins og þeir væru að spila svæðisvörn en svo var ekki og við fórum einfaldlega að gera vitlausa hluti. Þegar við löguðum það þá kom þetta.”
Fréttir
- Auglýsing -