spot_img
HomeFréttirSævar snýr í heimahagana

Sævar snýr í heimahagana

 
Haukum hefur þeim borist liðsstyrkur í baráttunni í 1. deild karla en í gær ákvað bakvörðurinn Sævar Ingi Haraldsson að ganga til liðs við Hafnfirðinga frá Stjörnunni. Sævar er því kominn aftur á æskuslóðir en hann er fæddur og uppalinn Haukamaður. Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.
Sævar gekk aftur til liðs við Stjörnuna í sumar þegar hann snéri heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann var í námi, síðasta vetur en hann spilaði eitt tímabil með Garðarbæjarliðinu áður en hann hélt út.
 
Sævar segir að hann hafi tekið ákvörðun um að skipta yfir í Hauka þegar að Haukahjartað var farið að slá örar og örar.
 
„Mér líst vel á Haukaliðið þetta er flottur hópur og strákarnir líta vel út. Við erum með flottan þjálfara og ætlum okkur alla leið í vetur” sagði Sævar þegar hann var spurður út í Haukaliðið.
 
Sævar verður að öllum líkindum með Haukum á morgun þegar þeir mæta Skallagrími á morgun á Ásvöllum kl. 19:15
 
Fréttir
- Auglýsing -