Sævaldur Bjarnason hefur tekið við meistaraflokki kvenna í Stjörnunni af Braga Magnússyni. Garðbæingar greina frá þessu á Facebook-síðu sinni.
Sævaldur kom til Stjörnunnar frá Val fyrir ári síðan og hefur í vetur þjálfað 10.-11. flokk drengja. Sævaldur mun halda áfram að þjálfa yngri flokka jafnhliða þjálfun meistaraflokks kvenna. Reynsla Sævalds mun nýtast vel með meistaraflokki kvenna, en hann hefur meðal annars verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Val um árabil auk þess sem hann þjálfaði meistaraflokk karla hjá Breiðablik um tíma.
Sæbi, eins og hann er gjarnan kallaður, var tekinn tali í Garðabæ og fer hér yfir væntingar til starfsins og liðsins: