Fjölnir og Haukar mætast kl. 16:45 á morgun í úrslitum VÍS bikarkeppninnar.
Í undanúrslitum vann Fjölnir lið Njarðvíkur á meðan að Haukar báru sigurorð af Val.
Skallagrímur er ríkjandi bikarmeistari, þær unnu Geysisbikarinn árið 2020, en keppnin hefur nú skipt um nafn og nú er leikið um VÍS bikarinn.
Karfan setti sig í samband við Sævald Bjarnason, þjálfara undir 18 ára liðs stúlkna og spurði hann út í leik dagsins. Þess má geta að Sævaldur hefur þjálfað hjá báðum félögum. Á síðasta tímabili var hann aðstoðar og seinna aðalþjálfari karlaliðs Hauka og kvennalið Fjölnis þjálfaði hann frá 2015 til 2018.
Hverju má búast við í úrslitaleiknum?
Takk fyrir spurninguna, held það þetta verði einmitt stórskemmtilegur úrslitaleikur og þó sumir tali um að það sé skrítið að spila þessa bikarkeppni eins og undirbúningsmót þá held ég að liðin séu mjög þakklát fyrir að fá þessa alvöru leiki. Það er auk þess bikar í boði með sigri á morgun og allir/flestir eru í þessum bolta til þess að vinna þessa titla og leiki.
Ég held að þessi lið séu mjög ólík og mér finnst þau spila ólíkan bolta. Haukarnir gerðu auðvitað afskaplega vel á leikmannamarkaðnum í sumar, þarf ekki að fjölyrða mikið um bara það eitt að Helena komi aftur heim. Gerir hauka að “contenders” nr 1 og að vinna þetta allt saman í vetur. En þeir gerðu einnig mjög vel í því að sækja unga og efnilega leikmenn og á þessum blessaða pappír eiga Haukarnir ekki eftir að tapa mörgum leikjum og hvað þá titlum í vetur að mínu mati. Eru með mjög mikla breidd og sem dæmi voru þær búnar að spila á 11.leikmönnum í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum gegn Val á miðvikudag. Jana var meidd í þeim leik og hefðu þeir þá væntanlega spilað á 12 leikmönnum í fyrri hálfleik þar!
Þetta er hinsvegar bæði kostur en líka galli, þegar í úrslitaleiki er komið þá þarftu líka soldið að finna þitt “lineup” og halda þér við það til þess að leikmenn komist í takt við leikinn og það á eftir að koma svona þessi rútína á Haukaliðið. Styrkleikarnir eru svo auðvitað Helena en hún býr til svo ofboðslega mikið fyrir félaga sína í liðinu og þær eru ekki komnar á þann stað að “fatta” hversu miklu það á eftir að skila þeim í vetur í auðveldum körfum /skotum þegar lið fara að tví eða þrídekka Helenu. Veikleikar Haukanna eru að mínu mati þær virka ekkert rosalega hraðar sem þannig að ef þær lenda í hröðum leikjum held ég að liðin eigi fínan séns á móti þeim.
Fjölnsliðið aftur á móti er með mjög marga nýja leikmenn, endurnýja alla erlendu leikmenn sína , Sanja er þekkt stærð hér heima , hörkuskorari og skotmaður, Hinn Evrópski leikmaður Fjölnis er með flotta tölfræði fyrir utan 3ja stiga línuna þannig það verður gaman að sjá hvernig hún kemur út í vetur. Ég er hrifin af Amerískum leikmanni Fjölnis, virkar afskaplega hröð og í svona bakvarðadeild eins og íslensku deildirnar eru þá er gulls ígildi að hafa kana sem getur komið af boltascreenum , gert árásir og opnað fyrir skyttur Fjölnisliðsins sem eru fjölmargar.
Dagný lísa hefur svo komið skemmtilega inn í þetta hingað til hörku frákastari og mjög dugleg nálægt körfunni. Emma sóldís er svo ung og efnileg stelpa sem spilaði vel síðasta vetur og tók skrefin ennþá lengra í sumar með landsliðinu þannig að það verður spennandi að sjá hvenrig hún kemur inn í þetta fyrir Fjölnisliðiðs, Hún getur klárlega skotið boltanum. Veikleikar fjölnisliðsins eru helst að þær eru alls ekki með breiðan hóp. Sigrún Ámunda hefur veirð að glíma við meiðsli og þær eru ekki með mikla breidd sérstaklega undir körfunni. Styrkleikar þeirra eru að þær eru með hraða bakverði og munu leggja sig alla fram í þessum leik. Það er ákveðið bjútí í því að komast í Höllina í fyrsta skiptið og því skildi alls ekki vanmeta stemmninguna og hjartað sem þær munu spila með í þessum leik. Á meðan Haukarnir eiga að vinna og allt annað en sigur eru gríðarleg vonbrigði.
Hvernig fer úrslitaleikurinn?
Að þessu öllu sögðu held ég mig við að Haukarnir séu með meiri breidd og sterkari undir körfunni. Ég held að leikurinn þróist eins og aðrir leikir Haukanna í upphafi tímabils, fara rólega af stað á meðan þeir eru að koma öllum inn á völlinn og Fjölnir mun reyna að hraða leiknum og leiða hann framan af, en í seinni hálfleik munu Haukarnir hægja á þessu og sigla þessu heim eftir öruggan 4 leikhluta vinna með 15+ Haukarnir eru auk þess í hörku undirbúning fyrir Evrópuleiki í næstu viku og frábært tækifæri fyrir körfuboltaunnendur að sjá mjög mismunandi lið spila með mismunandi leikstíl á morgun en ég hvet líka alla unnendur til þess að skella sér í Smárann og horfa á flottan kvennabolta.