spot_img
HomeFréttirSærð ljón sóttu öruggan sigur í Ljónagryfjunni

Særð ljón sóttu öruggan sigur í Ljónagryfjunni

2016 hefur ekki byrjað vel fyrir þá grænu og það mátti því búast við organdi ljónum þegar Snæfell kom í heimsókn í kvöld sem höfðu átt frábæran leik í síðustu umferð gegn Haukum. Snæfell byrjuðu betur en varnaleikur Njarðvíkinga skilaði þeim að  lokum öruggum 17 stiga sigri 93-76 og fyrstu stig Njarðvíkinga á árinu staðreynd.

Fyrsti leikhluti byrjaði ekki vel fyrir heimamenn sem áttu í erfiðleikum að koma tuðrunni ofan í körfuna og voru á hælunum í vörninni. Snæfell komu öflugir til leiks og þegar 6 mín voru liðnar af leiknum tók Friðrik leikhlé en staðan var þá 9-20 Snæfell í vil. Njarðvíkingar nýttu þetta leikhlé vel og síðustu 2 mín í leikhlutanum voru frábærar hjá þeim grænu, bæði í vörn og sókn. Njarðvík skoruðu 17 stig á móti 9 hjá Snæfell síðustu og staðan eftir 1.leikhluta 26-29. Í 2.leikhluta var jafnræði með liðunum þar sem sókn og vörn var á pari. Maciej Baginski byrjaði á bekknum í dag og kom mjög sterkur inn og hann kom Njarðvíkingum yfir í fyrsta skipti í leiknum með eitruðum þrist þegar um 3 ½ mín var eftir af fyrri hálfleik 43-41. Ljónin í Njarðvík spiluðu hörku vörn í seinnihluta 2.fjórðungs sem skilaði þeim 48-43 forustu í hálfleik. Eins og áður segir það var Maciej frábær í fyrri hálfleik með 14 stig og 13 í effort, einnig átti Haukur Helgi fínan fyrri hálfleik með 11 stig. Hjá Snæfell var Austin Magnús Bracey mjög góður með 14 stig, hann var sjóðandi heitur í 1.leikhluta með 11 stig en hann náði ekki að fylgja því eftir í 2.leikhluta.
Tölfræði  eftir fyrri hálfleik
Njarðvík
Helstu stig: Baginski 14 stig, Haukur 11 stig og Hjörtur 7 stig
Þristar 7/18 önnur skot 11/21
Fráköst  14, 5 sóknar og 9 varnar.
Snæfell
Helstu stig: Austin 14 stig, Sherrod 10 stig og Stefán Karel 10 stig
Þristar 6/15
Fráköst 18, 5 sóknar og 13 varnar

 

3.leikhluti hefst en dómarar leiksins þurfa stoppa leikinn eftir 7 sek þar sem tónlistinn í húsinu blastar enn á fullu. Eitthvað gekk illa að finna Dj-inn, líklega í sjoppunni að fá sér snarl. Leikur hefst aftur stuttu síðar en eitthvað virtust menn vera ryðgaðir eftir hléið því fyrstu stigin í seinni hálfleik komu ekki fyrr en eftir 2 mín leik. Njarðvíkingar tóku á skarið í þessum leikhluta þar sem vörnin var virkilega á tánum og þegar leikfjórðungurinn var hálfnaður var staðan orðin 58 – 43 ( 10-2 kafli hjá Njarðvík). Það sem eftir lifði af 3 fjórðungi voru Njarðvíkingar með tögl og hald á leiknum og bættu bara í leik sinn. Þegar 3 mín voru eftir af 3 leikhluta var staðan orðin 65 – 50 eftir logandi þrist frá Loga Gunn. Snæfell náði sér aldrei á strik og staðan fyrir 4 leikhluta var 67 – 53 Njarðvík í vil. Í 4 leikhluta héldu Njarðvíkingar áfram að spila flotta vörn, en í þrígang í leiknum og þar af tvisvar í 

 

4 leikhluta náðu Snæfellingar ekki skoti að körfunni áður en skotklukkan gall. Þegar 7 mín voru eftir af leiknum var staðan orðin 76 – 56 og fljólega eftir það fengu lykilmenn að hvíla og yngri leikmenn fengu tækifærið sem þeir nýttu vel og héltu áfram baráttunni. Öruggur sigur staðreynd hjá heimamönnum eftir örlítið erfiða byrjun. Loka staða 93 – 76. 
Maður leiksins klárlega Maciej Stanislav Baginski með 24 stig, þar af 6/9 í þristum. Haukur Helgi var einnig flottur í kvöld og setti niður 18 stig og 7 fráköst.  Hjá Snæfellingum byrjaði Austin vel  og endaði með 23 stig, Sherrod á mikið inn miða við leikinn hans gegn Haukum um daginn en hann endaði þó með 21 stig og 50% nýtingu.

 

Fréttir
- Auglýsing -