Jakob Örn Sigurðarson gerði 25 stig í kvöld þegar meistarar Sundsvall Dragons burstuðu Uppsala 66-91 á útivelli og tylltu sér fyrir vikið á topp sænsku úrvalsdeildarinnar. Logi og félagar í Solna höfðu betur gegn Helga Magnússyni og 08 Stockholm og Brynjar Þór tapaði naumlega á útivelli með Jamtland.
Boras Basket 99-97 Jamtland
Brynjar Þór Björnsson var næststigahæstur í tapliði Jamtland með 19 stig og 4 stoðsendingar.
Solna 86-73 08 Stockholm
Logi Gunnarsson gerði 16 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 3 fráköst í sigurliði Solna en Helgi Magnússon var með 6 stig og 2 fráköst í tapliði 08 Stockholm.
Uppsala 66-91 Sundsvall Dragons
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í liði Sundsvall með 25 stig og 3 fráköst. Pavel Ermolinski bætti við 10 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum. Þá var Hlynur Bæringsson með 8 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar.
Mynd/ Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur hjá Sundsvall í kvöld.