Fjórir leikir fara fram í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag. Drekarnir frá Sundsvall taka á móti LF Basket og er fyrirhugað að sýna leikinn í beinni netúsendingu kl. 18.00 að íslenskum tíma. Karfan.is birtir slóðina á leikinn með fyrirvara um að hægt sé að horfa á hann.
Leikir kvöldsins í sænsku:
Sundsvall Dragons – LF Basket (í beinni á netinu kl. 18)
Solna Vikings – ecoÖrebro
Boras Basket – Uppsala Basket
Jamtland Basket – Södertalje Kings
Mynd/ Jakob Örn og félagar í Sundsvall fá LF Basket í heimsókn á eftir.