SA Spurs taka forystu gegn Oklahoma - Karfan
spot_img
HomeFréttirSA Spurs taka forystu gegn Oklahoma

SA Spurs taka forystu gegn Oklahoma

San Antonio sendu skýr skilaboð strax á fyrsta degi envígis síns gegn Oklahoma og rassskelltu gesti sína með 22 stigum þegar liðin mættust í fyrsta skipti í gærkvöldi.  124:92 loka staða leiksins. Lamarcus Aldridge fór fyrir Spurs og setti niður 38 stig en hjá Thunder var þeirra stigahæsti maður nokkuð óvænt Sergei Ibaka með 19 stig. 

 

Í dag etja kappi í oddaleikjum lið Charlotte og Miami annarsvegar og svo lið Indiana og Toronto.  Leikirnir fara fram á heimavelli Miami og Toronto. 

Fréttir
- Auglýsing -