spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSá leikjahæsti leikur í síðasta skipti annað kvöld

Sá leikjahæsti leikur í síðasta skipti annað kvöld

Höttur mun annað kvöld leika sinn síðasta leik í bili í Bónus deild karla er liðið tekur á móti Álftanesi í MVA höllinni á Egilsstöðum.

Leikurinn mun einnig vera merkilegur fyrir þær sakir að leikmaður Hattar Sigmar Hákonarson mun leika sinn síðasta leik fyrir félagið. Sigmar er 32 ára og að upplagi úr Hetti, en hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með félaginu árið 2011.

Sigmar er leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, en í tilkynningu frá félaginu er honum þakkað fyrir hans störf og eru stuðningsmenn hvattir til að nýta tækifærið, mæta á leikinn og fylgjast með þessum síðasta leik hans.

Fréttir
- Auglýsing -