spot_img
HomeFréttirRÚV: Ægir Þór fer til Spánar

RÚV: Ægir Þór fer til Spánar

Ægir Þór Steinarsson hefur náð samkomulagi við spænska LEB deildarfélagið CB Peñas Huesca. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV nú fyrir stundu. Ægir hefur gert samning til loka leiktíðar við félagið sem situr í 5. sæti LEB deildarinnar sem er sú næstefsta í spænska boltanum.

 

Þetta er ekki bara blóðtaka fyrir KR-inga heldur einnig alla deildina því ekki nóg með að leiða KR í stoðsendingum þá leiðir hann alla deildina með 6,8 að meðaltali í leik. Hann er með 11,4 stig að meðaltali í leik auk þess sem hann leiðir deildina í +/- tölfræði með +13. Ægir er einnig einn allra fljótasti leikmaður deildarinnar og mikil skemmtun að horfa á hann spila svo það verður vart sjónarsvipur á deildinni út leiktíðina.

 

Ægir er með riftunarklausu í samningi sínum fái hann tilboð erlendis frá en sú heimild rann út 5. janúar. KR mun hins vegar ekki standa í vegi fyrir honum að komast út, eftir því sem fram kom í frétt RÚV. Ægir segir þetta ekki snúa um samningana heldur um að fá tækifæri og nýta þau þá þegar þau gefast.

 

Eftirvæntingin syðra virðist vera einhver því félagið tilkynntu um þetta samkomulag fyrr í dag á bæði Twitter og Facebook. Karfan.is mun fylgjast með framvindu mála hjá Ægi Þór á Spáni það sem eftir lifir leiktíðar.

 

 

 

ACTUALIDAD | Nueva incorporación en la plantilla del C.B. Peñas Huesca.¡Bienvenido Aegir!

Posted by C.B. Peñas Huesca on Monday, 29 February 2016

 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -