FIBA hefur gefið það út að rússneskum verði vísað úr keppnum sambandsins, en lið þeirra er í riðli með Íslandi í undankeppni HM 2023.
Fyrri leikur Íslands gegn Rússlandi verður því gerður ógildur og mun 24 stiga tap Íslands gegn þeim þar því ekki telja, en seinni leikurinn sem fara átti fram nú í sumar verður ekki spilaður.
Staða Íslands er því ansi vænleg í riðil H, þar sem liðið er með tvo sigra og eitt tap, en einn leikur er eftir heima gegn Hollandi nú í sumar. Í lokariðil undankeppninnar mun Ísland fara áfram með árangur sinn af þessu stigi keppninnar, en líklegt er að Georgía, Spánn og Úkraína verði þar ásamt þremur efstu liðum H riðils Íslandi, Hollandi og Ítalíu.
Úr þessum lokariðil munu fjögur lið af sex komast á lokamótið, sem haldið verður á næsta ári í Japan, Indónesíu og Filippseyjum.