Haukar hafa samið við Russell Woods um að spila með liðinu í Domino’s deild karla það sem eftir lifir tímabils. Woods er 2,04 cm að hæð (6,8) og um 104 kg.
Woods kemur úr Missouri skólanum þar sem hann skoraði 7 stig og tók 6 fráköst að meðaltali á sínu síðasta ári. Síðustu tvö ár hefur hann spilað í Tékklandi en deildin þar er mjög sterk.
Í fyrra spilaði hann með Ostrava og stóð sig það vel að eitt besta lið Tékklands keypti hann fyrir þetta tímabil, Svitavy. Með liði Ostrava skoraði Woods 15 stig og tók 6,5 fráköst að meðaltali í leik en hann spilaði um 28 min. að meðaltali.
Liðið sem Woods spilaði með núna í vetur, Svitavy er gríðarlega vel skipað og er með 5 leikmenn frá Bandaríkjunum og skiptu þeir með sér leikjum og vildi Woods komast í lið þar sem hann spilaði reglulega. Með Svitavy þá spilaði Woods báða leiki liðsins í evrópukeppninni og var hann þar með 10 stig og 4 fráköst að meðaltali en þar spilaði hann á móti ekki minna liðið en Istanbul og stóð sig mjög vel í þeim leik. Í Tékknesku deildinni spilaði Woods 7 leiki af 15 og var með 7,5 stig og 4 fráköst að meðaltali.
https://www.youtube.com/watch?v=H5BR3MXgMSo&feature=youtu.be