Wazzzzzap…
Allen Iverson og T-Mac hættir í NBA deildinni eins og flestir ættu að vera búnir að heyra. Mikið þras búið að vera í netheimum hvort þeir eigi skilið sæti í Frægðarhöll körfuboltans. Hvaða rugl er það?! Auðvitað eiga þeir báðir heima þar. Nafnið “Frægðarhöll” á að gefa vísbendingu um leikmenn sem voru þekktir á sínum tíma og settu mark sitt á deildina – burtséð frá því hvort þeir unnu titil eða komust í úrslitin. Þetta er nú einu sinni frægðarhöll en ekki afrekahöll. Þar að auki eru fullt af frábærum leikmönnum í HOF sem ekki hafa unnið titil eins og t.d. Chris Mullin, Connie Hawkins, George Gervin, Reggie Miller og Charles Barkley svo einhverjir séu nefndir… Tom Thibodeau segir að Derrick Rose hafi bætt í þriggja stiga skotið sitt á meðan hann jafnaði sig á meiðslunum – ahmm flott, gott að heyra, farðu nú að drulla þér í búning og byrja að spila… Aumingja LeBron James getur þakkað mömmu sinni fyrir að það er alltaf hlegið að honum reglulega. Fyrir þá sem ekki vita þá er Gloria James grimmur “cougar” og eltist einungis við gaura sem eru á aldur við LeBron. Nýjasta fórnarlambið er “rappari” að nafni Da Real Lambo. Hann er skelfilegur á sínu sviði og getur ekki haldið lagi, þrátt fyrir aðstoð Auto-Tune græjunnar. Hann er líka með u.þ.b. tvo metra á milli augnanna. Þessi öðlingspiltur hefur látið mynda sig í bak og fyrir með meistarahringa LeBrons og einnig með LeBron og afastrákunum sínum. Hann segir líka LeBron vera fyrirmynd sína. LOL… Boston Celtics nýliðinn Kelly Olynyk segist aðeins hafa farið á eina tónleika um ævina – með Avril Lavigne. C’mon son… Baby Holton spilaði sinn fyrsta leik fyrir KR um daginn í Lengjubikarnum. Hún fór fyrir kanalausu liði Vesturbæinga og setti niður 25 kvikindi og reif niður 9 fráköst. Er komin ný drottning í Vesturbæinn?… Lengjubikar karla hófst í gær með leik Þórs Þ og Njarðvíkur og endaði sá leikur með öruggum sigri Njarðvíkinga. Nem Sovic líður greinilega vel í grænu því hann leiddi Þór með 21 stig og 13 fráköst. Fór minna fyrir þessum Nem hjá ÍR í lokin. Hjá Njarðvík var biddnezz as usual með Ella í broddi fylkingar og Hjörtur og “Magic” Baginski einnig með góðan leik… Samkvæmt könnun Karfan.is hefur orðið umtalsvert powershift frá Kef til Grindavíkur í kvennaboltanum en þessi tvö lið eru nánast hnífjöfn í áliti götunnar um hver vinni titilinn í vor. Má telja öruggt að liðsskipti Pálínu Gunnlaugs vegi þungt í þeirri skoðun. Grindavíkurstúlkur voru duglegar að sækja sér leikmenn í vor og heyrðum við því fleygt fyrr á árinu að það væri markmið félagsins að vinna þetta tvöfalt í ár – Íslandsmeistarar karla og kvenna.
We OUT like tónlistarsmekkur Kelly Olynyk
* FYRIRVARI *
Ruslakarlarnir eru skoðanaglaðir en jafnframt sjálfstæðir pennar og ber Karfan.is ekki ábyrgð á skrifum þeirra né skoðunum. Þeir vilja benda þeim sem hafa yfir einhverju að kvarta á að senda póst á [email protected], en þó ekki bíða eftir svari.