Rúnar Ingi Erlingsson hefur tekið við kennaliði Njarðvíkur en síðustu tvö ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari liðsins, en liðið leikur í fyrstu deild kvenna.
Lárus Ingi Magnússon verður aðstoðarþjálfari Rúnars á komandi leiktíð en hann hefur mikla reynslu sem þjálfari á öllum stigum körfuboltans. Hann var t.d aðstoðarmaður Sverris Þór Sverrisonar 2011-2012 þegar Njarðvíkurkonur urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar og það ár vann stúlknaflokkur félagsins einnig tvöfalt.