Njarðvík hafði betur gegn Grindavík í IceMar höllinni í kvöld í 9. umferð Bónus deildar karla, 94-87.
Eftir leikinn er Njarðvík í 3. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan Grindavík er í 4.-5. sætinu með 10 stig líkt og Þór.
Karfan spjallaði við Rúnar Inga Erlingsson þjálfara Njarðvíkur eftir leik í IceMar höllinni.