spot_img
HomeFréttirRúnar Ingi aftur heim

Rúnar Ingi aftur heim

 Njarðvíkingar halda áfram að endurheimta leikmenn sína og í dag skrifaði Rúnar Ingi Erlingsson 1. árs samning við sitt uppeldisfélag. Rúnar spilaði síðasta tímabil fyrir Valsmenn og setti tæp 10 stig og gaf 4 sendingar á leik fyrir þá rauðklæddu sem stoppuðu stutt við í úrvalsdeildinni. ” Það ríkir ánægja með að fá Rúnar aftur en með brotthvarfi Elvars Más vestur um haf í skóla þá er það afar sterkt að fá Rúnar aftur til að þétta leikstjórnendastöðuna.” sagði Gunnars Örlygsson formaður kkd. UMFN í stuttu spjalli við Karfan.is
 
Fréttir
- Auglýsing -