Eftir sigur Rúmeníu á Búlgaríu í gær 74-77 er riðill Íslands fyrir EM 2015 galopinn. Í stað þess að Ísland þurfti að vinna Búlgaríu á þriðjudag með 30 stigum og svo Rúmeníu á föstudag til að komast í undanúrslit dugar núna að vinna báða þessa leiki með minnsta mögulega mun.
Ef strákarnir vinna sína leiki í næstu viku eru þeir efstir með þrjá sigra á meðan Búlgaría verður með tvo og Rúmenía einn og þá mun stigaskor ekki skipta máli.
Ísland mætir Búlgaríu á þriðjudag og Rúmenum á föstudag í Höllinni og hefjast báðir leikir kl. 19.15.