spot_img
HomeFréttirRubio verður um kyrrt á Spáni

Rubio verður um kyrrt á Spáni

 21:09:55
Eftir viðburðaríkt sumar hefur ungstirnið spænska Ricky Rubio afráðið að fresta för sinni til Bandaríkjanna og mun því ekki leika með Minnesota Timberwolves fyrr en haustið 2011.


Minnesota, sem lögðu ýmislegt á sig til að fá leikmanninn til sín með fimmta valréttinum í nýliðavalinu, höfðu vonast til þess að fá Rubio til liðsins en samningur hans við spænska liðið Joventut gerði það illmögulegt þar sem  allt að 8 milljónir dala þurfti til að losa hann út úr síðustu tveimur árum samningsins. Reglur NBA banna liðum að leggja meira en 500.000 til leikmanna í þessum tilgangi þannig að drengurinn hefði þurft að punga út fyrir summunni úr eigin vasa.

Nánar hér að neðan…

 


Rubio, sem er einn af skærustu körfuknattleiksstjörnum utan Bandaríkjanna þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára, fór heldur til Barcelona, sem lögðu í að borga hann út úr samningnum við Joventut. Hann sagði í tilkynningu í dag að hann hafi ákveðið að vera um kyrrt í Evrópu í tvö ár til að búa sig betur undir NBA-ferilinn og þrátt fyrir orðróm þess efnis að hann hefði lítinn áhuga á að fara til Minnesota, sagðist Rubio ekki hafa neitt annað í huga en að standa við samning sinn við Minnesota.

 

David Kahn, forseti Timberwolves, var búinn að baktryggja sig fyrir þessari uppákomu þegar hann valdi annan leikstjórnanda, Jonny Flynn, sem fær því tvö ár til að sanna sig áður en Rubio kemur aftur í bæinn.

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -