11:07
{mosimage}
(Keflvíkingurinn Helgi stal senunni um stund í Ljónagryfjunni í gær)
Appelsínugulur spandexgalli og það á leik Njarðvíkur og Keflavíkur í úrslitakeppni úrvalsdeildar. Ungur maður úr Bítlabænum Keflavík fór hamförum í gærkvöldi þegar hann var valinn í borgarskot Iceland Express í Ljónagryfjunni. Maðurinn var íklæddur appelsínugulum spandexgalla og bar sig bara ansi vel frammi fyrir fullu húsi og sjónvarpsgestum sem fylgdust með í beinni.
Kappinn sem kallaður er Helgi að því er Karfan.is kemst næst var ekkert nema öryggið uppmálað þegar hann grýtti tuðrunni frá miðjum velli svo söng í netinu. Í fyrsta lagi var það mikið sjónarspil að sjá manninn mæta í gallanum en að setja niður skotið frá miðju var snemmbúin jólagjöf vallargesta enda fagnaði Helgi þessu af mikilli innlifun. Óhætt er að segja að borgarskotið í viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur í gær hafi verið það rosalegasta í sögu borgarskotanna og verður seint ef nokkurntíman toppað.
Við skulum sjá hér litla syrpu úr þessu eftirminnilega borgarskoti:
{mosimage}
(Helgi undirbýr skotið en hann tók hlýrana af gallanum og skaut ber að að ofan)
{mosimage}
(Eins og sést á þessari mynd þá er boltinn nýdottinn úr netinu og Helgi fagnar með tilþrifum)
{mosimage}
(Helgi fær smá hjálp við að fagna)
{mosimage}
(Helgi tekur smá fegurðardrottningarmóment: ,,ég trúi þessu ekki!")
{mosimage}
(Keflavíkurstúkan fagnar sínum manni og Arnar Björnsson íþróttafréttamaður og Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ sem lýstu leiknum í gær geta vart annað en brosað)
nonni@karfan.is