spot_img
HomeFréttirRoni Leimu í 20 manna hóp Finna

Roni Leimu í 20 manna hóp Finna

17:23 

{mosimage}

 

 

Finnski leikmaðurinn Roni Leimu sem hefur leikið með Haukum í Iceland Express deild karla í vetur hefur verið valinn í 20 manna úrtakshóp finnska A-landsliðsins sem kemur saman í júní fyrir átökin sem framundan eru í riðlakeppninni í Evrópukeppninni.

 

Finnski hópurinn kemur saman í júníbyrjun og þaðan verður skorið niður í 13 manna hóp í landsliðinu. ,,Ég var nokkuð hissa á því að vera valinn en það verður gaman að keppa við strákana í liðinu um fast sæti,” sagði Roni þegar Karfan.is sló á þráðinn til hans. ,,Ég tel mig hafa spilað vel með Haukum í vetur en maður getur alltaf bætt leikinn hjá sér,” sagði Roni sem gert hefur 19,6 stig að meðaltali í leik með Haukum í vetur en hefur ekki leikið með í síðustu leikjum liðsins sökum ökklameiðsla.

 

,,Ég fór í myndatöku á ökklanum í morgun og fæ að vita niðurstöðurnar á morgun. Ökklinn hefur verið að angra mig síðan í Skallagrímsleiknum og gegn ÍR þá gat ég vart orðið hlaupið á ökklanum,” sagði Roni sem segist þó ætla vera orðinn góður áður en landsliðið kemur saman.

 

Karfan.is innti Roni eftir því hvort hann ætlaði að leika á Íslandi á næstu leiktíð og þá sagðist hann hafa fullan áhuga fyrir því. ,,Ég ætla bara að klára þetta tímabil með Haukum en ég hef vissulega áhuga á því að vera áfram í íslenska boltanum,” sagði Roni að lokum sem þarf að horfa á leik Hauka og Hamars/Selfoss frá hliðarlínunni á morgun sökum meiðsla sinna.

 

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -