spot_img
HomeFréttirRoburt Sallie til Tindastóls

Roburt Sallie til Tindastóls

Tindastóll ætlar að styrkja lið sitt í Dominosdeildinni þar sem bandaríski bakvörðurinn Roburt Sallie verður sóttur á Keflavíkurflugvöll í fyrramálið. Að sögn Þrastar Jónssonar formanns körfuboltadeildarinnar hefur engum verið sagt upp en staðan tekin síðar og sjá hvernig málin munu þróast. Feykir.is greinir frá.
 
Á vefsíðu Feykis segir einnig:
 
Ljóst er að Drew Gibson er tæpur vegna meiðsla en hann átti stórgóðan leik í gærkvöldi þrátt fyrir að vera nánast á annarri löppinni. Tindastóll berst nú fyrir lífi sínu í deildinni en með sigrinum í gær komust þeir upp úr botnsætinu.
 
Bárður Eyþórsson þjálfari Tindastóls var að sjálfsögðu mjög ánægður með leikinn í gær og þá sérstaklega varnarleikinn.
 
-Mér fannst þetta vera fyrst og fremst liðssigur. Menn voru staðráðnir í því að gera betur heldur en í tveim fyrstu leikjunum eftir áramót og það sem hefur skeð er fyrst og fremst hugarfarsleg breyting.
 
Bárður segir að þeir hafi ekki verið sáttir við sjálfa sig í Skallagrímsleiknum en þeir hafa verið að vinna í og undirbúa sig betur fyrir framhaldið.
 
Hinn ungi og efnilegi Pétur Rúnar Birgisson átti mjög góðan leik í gær og aðspurður um framtíðarhorfur segir Bárður að hann sé klárlega einn af framtíðar mönnum félagsins, ásamt nokkrum öðrum sem eru á leið eða komnir í meistaraflokkinn.
 
www.feykir.is
Fréttir
- Auglýsing -