Fæstir hafa sett pening sinn á Chicago Bulls fyrir leik gærkvöldsins gegn meisturum Miami á suðurströnd Florida. En þeir komu sáu og sigruðu með gríðarlegri elju og baráttu. Allir sem einn voru leikmenn Chicago á sömu blaðsíðunni, kastandi sér á lausa bolta og spiluðu fasta vörn og sýndu enga miskunn. Lebron James fékk fyrir leikinn afhentan bikarinn fyrir “Besta leikmanninn” í ár og það eitt og sér hefur líkast til hjálpað að kveikja í nautunum frá Chicago.
Nate Robinson fór á kostum í leiknum og skoraði 27 stig fyrir Chicago en James var með 24 stig fyrir heimamenn. ” Við náðum að loka á James og náðum að klára varnarleikinn með frákastinu. Þetta var bara einn leikur og við vitum að við þurfum að spila betur næst.” sagði Tom Thibodeau þjálfari Bulls eftir leik.
Það voru svo GS Warriors og SA Spurs sem mættust í San Antonio og þar var um að ræða enn svo síður spennandi leik. Þar þurfti heilar tvær framlengingar til að knýja sigur og svo fór að heimamenn kreystu sigur 129:127. Tony Parker setti 28 stig fyrir Spurs en Stephen Curry heldur áfram að setja upp risatölur og í gær var hann bókstaflega í “bullinu” þegar hann setti 44 stig í öllum regnbogans litum.