Hinum efnilega Róberti Sean Birmingham hefur verið boðinn skólastyrkur hjá Wake Forest frá og með næsta tímabili samkvæmt heimildum Phenom Express í Bandaríkjunum.
Róbert er nú á mála hjá Cannon miðskólanum. Kom hann þangað frá ungmennaliði Baskonia á Spáni þar sem hann var síðustu tvö tímabil, en að upplagi er hann úr Njarðvík. Þá hefur hann einnig á síðustu árum leikið fyrir yngri landslið Íslands, nú síðast með undir 18 ára liðinu sem gerði gott mót á Evrópumóti sumarsins.
Wake Forest er frekar stórt nafn í bandaríska háskólaboltanum sem að verðandi heiðurshallarmeðlimirnir Tim Duncan og Chris Paul léku á sínum tíma fyrir skólann. Þá leikur skólinn í gífurlega sterkri deild háskólaboltans þar sem að meðal annarra Duke og North Carolina eru einnig.