Njarðvíkingurinn Róbert Sean Birmingham var í eldlínunni í dag þegar að lið hans Baskonia lagði Solares í EBA deildinni á Spáni, 89-74.
Það sem af er tímabili hefur liðið unnið þrjá leiki og tapað einum, en þeir eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar.
Róbert lék tæpar 10 mínútur í leiknum, en hafði frekar hægt um sig. Skilaði 2 stigum og frákasti, en lið hans vann þær mínútur sem hann spilaði með 9 stigum.
Næsti leikur Baskonia í EBA deildinni er komandi laugardag 16. október gegn Cantbasket04.