spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaRóbert heim í Fjölni

Róbert heim í Fjölni

 

Leikstjórnandinn Róbert Sigurðsson hefur samið við Fjölni um að leika með félaginu á næsta tímabili. Róbert er uppalinn í Grafarvoginum, en lék með Stjörnunni í Dominos deildinni á síðasta tímabili.

 

Í 25 leikjum með Stjörnunni á síðasta tímabili skilaði Róbert 12 stigum, 3 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik, en lið hans féll út í 8 liða úrslitum gegn ÍR.

 

Ljóst er að um mikinn liðsauka er að ræða fyrir lið Fjölnis. Fyrir síðasta tímabil í Dominos deildinni hafði Róbert verið einn besti leikmaður 1. deildarinnar með liði Fjölnis.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -