spot_img
HomeFréttirRisa stytta af risanum – Shaq mun standa að eilífu

Risa stytta af risanum – Shaq mun standa að eilífu

Risinn blíði, Shaquille O´Neal hefur án efa sungið sitt síðasta í NBA-körfuboltanum en þrátt fyrir það verður hans ekki minnst fyrir hans síðustu ár í NBA-deildinni. Heldur fyrir árin þegar hann einokaði deildina og var tröll meðal drengja í þessari deild risavaxinna manna. Nú ætlar gamli háskólinn hans LSU að reisa stytty fyrir framan æfingasal skólaliðsins þar sem Shaq mun standa að eilífu.
Reisa á bronsstyttu af Shaq fyrir framan Pete Maravich Assembly Center en það er nýja æfingamiðstöð á háskólasvæði LSU sem er í Baton Rouge í Louisiana-fylki. Styttan mun vega um 900 pund sem gerir um 410 kíló. Viðeigandi þyngd fyrir tröllið.
 
Styttan mun kosta yfir átta miljónir íslenska krónur eða um 70 þúsund dollara og er búið að fjármagna hana og mun hún verða vígð í sumar eða haust.
 
Fulltrúi LSU sagði ástæðuna fyrir því að þessi stytta yrði reist væri m.a. að heiðra einn mesta íþróttamann í sögu skólans og heimsins en þetta verður fyrsta styttan sem skólinn reisir af fyrrverandi leikmanni sínum í hvaða íþrótt sem er.
 
Ljóst er að tröllið mikla mun ekki hverfa af sjónarsviðinu svo auðveldlega.

Mynd: Svona á fyrirhuguð stytta að líta út.

Fréttir
- Auglýsing -