spot_img
HomeFréttirRiðlakeppni lokið á Evrópumótinu í Konya

Riðlakeppni lokið á Evrópumótinu í Konya

Undir 16 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap gegn Bretlandi í síðasta leik riðlakeppni Evrópumótsins í Konya í Tyrklandi, 66-82. Ísland verður því í fjórða sæti riðils síns og mun ekki komast áfram í 8 liða úrslitin. Ekki er ljóst hver næsti andstæðingur Íslands er á mótinu, en næst munu þær leika um sæti 9 til 16 á mótinu.

Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Rebekka Steingrímsdóttir með 18 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Þá skilaði Þóey Þorleifsdóttir 15 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og Inga Ingadóttir var með 7 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -