11:15
{mosimage}
Riðlakeppni á Ameríkumótinu lauk í nótt. Bandaríkjamenn og Argentínumenn fóru í gegnum riðlana án þess að tapa. 8 liða úrslit hefjast á morgun og þar leika 4 efstu liðin úr hvorum riðli í einum riðli, gegn liðunum úr hinum riðlinum en taka stig með sér úr innbyrðisviðureignum í undanriðlum.
Bandaríkjamenn sigruðu Brasilíumenn örugglega í nótt en bæði lið voru taplaus fyrir leikinn, leikar fóru 113-76. Carmelo Anthony og Lebron James voru stigahæstir Bandaríkjamanna með 21 stig hvor en Tiago Splitter leikmaður TAU Ceramica á Spáni skoraði mest fyrir Brassa eða 13 stig.
Argentínumenn sigruðu Panama 109-92 og sendu þar með Panama endanlega heim.
Uruguay vann Mexíkó 91-82 og Venezuela vann Virginíueyjar 100-90.
8 liða úrslitin hefjast í kvöld og eru eftirfarandi leikir á dagskrá.
Uruguay – Kanada
Argentína – Venezuela
Brasilía – Puerto Rico
Bandaríkin – Mexíkó