Dregið var í dag í forkeppni að HM 2023 hjá karlalandsliðinu í körfuknattleik en liðið mun hefja keppni í febrúar.
Ísland endaði í riðli B með liðum Kósovó, Lúxemborg og Slóvakíu.
Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara áfram eftir leiki heima og að heiman í 2. umferð forkeppninnar en þar munu bætast við þau 8 lönd sem ekki komast á EM 2021 í gegnum undankeppnina þar en hún verður leikin í sömu landsliðsgluggum næstu tvö tímabil. (febrúar og nóvember 2020 og febrúar 2021).
Fyrsti landsliðsglugginn verður í febrúar 2020, dagana 17.-25. febrúar.