Ricardo “Richi” Gonzalez Dávila hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Túnis fyrir komandi afríkukeppni kvenna sem fram fer á árinu. Richi þekkja flestir körfuknattleiksáhugamenn en hann stýrði liði Skallagríms eftirminnilega árið 2017-2018 í Dominos deild kvenna.
Síðan þá hefur hann starfað hjá Keflavík við yngri flokka þjálfun við góðan orðstýr en hefur ný fengið nýtt þjálfara starf í Túnis. Richi er 48 ára Spánverji sem hefur komið víða við á löngum þjálfaraferli sínum. Hann þjálfaði landslið Chile, Úrúgvæ og Norður Kóreu auk þess að vera sigursæll þjálfari í Chile, Bólivíu og Spáni.
I am extremely happy to announce my commitment to the Fédération Tunisienne de Basket Ball to be the Head Coach of the National Team in the Afrobasket Women's 2021.
— Richi Glez Dávila (@RichiGlezDavila) August 4, 2021
Tunisia will be the Fourth National Team in my Coaching Career. #Tunisia #DPRKorea #Chile #Uruguay pic.twitter.com/C7fzOnRPQu