Ísfirðingar hafa bætt við sig breskum leikmanni í Iceland Express deild karla en kappinn sá heitir Richard McNutt og mun skila stöðu miðherja og er 203 sm. á hæð. Ærinn starfi bíður nýja mannsins þar sem KFÍ situr nú á botni deildarinnar.
Á heimasíðu KFÍ segir:
Hann spilaði hjá Mt. Aloysius Collage í Pennselvaníu BNA. Þar útskrifaðist hann í vor og var síðan ráðinn til Sheffield Sharks í Bretlandi í september en spilaði lítið vegna veikinda sem hrjáðu hann. Nú er kappinn hress og klár og er kominn á Jakann, og bjóðum við hann velkominn í KFÍ.