spot_img
HomeFréttirReynt verður að fylla skarð Blika

Reynt verður að fylla skarð Blika

14:47

{mosimage}

Karfan.is fór á stúfana að kanna viðbrögð KKÍ við því að Breiðablik verði ekki með í Iceland Express deild kvenna að ári. Ríkharður Hrafnkelsson formaður mótanefndar hafði ekki heyrt af málinu en hann reiknaði með að gert yrði eins og áður þegar sama staða hefur komið upp, að talað yrði við liðin sem voru næst því að komast upp úr 2. deildinni á síðasta tímabili og hugur þeirra kannaður.

 

Karfan.is hafði samband við forsvarsmenn þeirra þriggja félaga sem voru næst því að komast upp og hafði enginn þeirra heyrt af málinu.

Högni Högnason formaður unglingaráðs Snæfells, en meistaraflokkur kvenna heyrir undir það taldi frekar ólíklegt að liðið tæki boði um sæti í efstu deild en þó yrði farið yfir málin og grundvöllur þess kannaður.

Skallagrímsstúlkur urðu í 4. sæti deildarinnar á síðasta tímabili og Hafsteinn Þórisson formaður Skallagríms gaf sér tíma frá heyskapnum til að ræða við fréttaritara karfan.is. Hann sagði að auðvitað yrði málið skoðað með þjálfara og leikmönnum og hann taldi að það gæti vel komið til greina að taka boðinu.

Steinar Kaldal þjálfari Ármanns/Þróttar bjóst ekki við að liðið myndi þiggja slíkt boð en eins og hin liðin yrði að skoða málið.

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -