Njarðvíkingar sem eru á toppi Subway deildar kvenna tóku á móti Keflavík í Njarðtaksgryfjunni í kvöld. Njarðtaksgryfjan nokkuð þétt setin og góð stemmning í húsinu fyrir þennan slag um Reykjanesbæ.
Keflavík byrjaði betur og voru þær yfir 2 – 7 eftir rúmmlega þriggja mínútna leik. Keflavík leiddi með einni eða tveim körfum framan af leikhlutanum. Keflvíkurstúkur áttu góðar síðustu mínútur leikhlutans, staðan eftir fyrsta leikhluta 16 – 22.
Njarðvíkurstúlkur komu grimmar til leiks og skoruðu fyrstu 5 stigin í öðrum leikhluta. Gestirnir fóru þá í gang og áttu góðan 2-7 kafla. Keflavík hélt vel á spikunum framan af leikhlutanum en þegar leið á sóttu Njarðvíkingar að þeim og voru búnar að jafna þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum og komust í kjölfarið yfir. Njarðvíkingar áttu frábærann endasprett. Staðan í hálfleik 41 – 36 Njarðvík í vil.
Heimastúlkur juku jafnt og þétt við forystuna og voru komnar 12 stigum yfir um miðbik leikhlutans. Gestirnir náðu aðeins að naga niður muninn eftir því sem leið á leikhlutann. Staðan eftir þriðja leikhluta 55 – 47.
Það tók Keflavík tæpar 2 og hálfa mínútu að komast á blað í fjórðaleikhluta. Njarðvíkingar settu á meðan 7 stig. Keflvíkingar komust þá loksins á stað með góðum þrist frá Önnu Ingunni. Heimastúlkur höfðu þó áfram góð tök á leiknum og hleyptu Keflavík aldrei of nálægt sér. Frábær endurkoma og sigur Njarðvíkurstúlkna. Lokatölur, 75 – 65.
Byrjunarlið:
Njarðvík: Lavína Joao Gomes De Silva, Diane Diéné Oumou, Helena Rafnsdóttir, Vilborg Jónsdóttir og Aliyah A‘taeya Collier.
Keflavík: Tunde Kilin, Daniela Wallen Morillo, Katla Rún Garðarsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og Eygló Kristín Óskarsdóttir.
Hetjan:
Daniela Wallen Morillo og Anna Ingunn Svansdóttir áttu báðar góðan leik fyrir gestina. Lára Ösp Ásgeirsdóttir átti góða innkomu af bekknum fyrir Njarðvík, en best á vellinum var grænklædd og heitir Aliyah A‘taeya Collier, hún setti 29 stig, tók 15 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í kvöld.
Kjarninn:
Keflavík hittu illa fyrir utan þriggjastiga línuna (4/28) á meðan Njarðvíkingar rifu niður fráköst báðum megin á vellinum (56 – 36 Njarðvík í vil).
Viðtöl:
Vilborg Jónsdóttir
Rúnar Ingi Erlingsson
Jón Eðvald Halldórsson