spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaReykjanesbær er grænn eftir fyrsta leik í undanúrslitum 

Reykjanesbær er grænn eftir fyrsta leik í undanúrslitum 

Njarðvíkingar tóku á móti Keflavík í IceMar höllinni í undanúrslitum Bónusdeildar kvenna í dag. Njarðvík sló út Stjörnuna og Keflavík sló út Tindastól. Liðin spiluðu síðast fyrir rúmum mánuði þá einnig á heimavelli Njarðvík þar sem heimastúlkur unnu góðan sigur. 

Gestirnir skoruðu fyrstu stig leiksins en heimastúlkur áttu næstu 10 stig. Þá vöknuðu gestirnir loks og hófu þáttköku í leiknum. Keflavík nagaði aðeins í forskot Njarðvíkinga sem virtust þó ekki ætla missa Keflavíkinga fram úr sér. Staðan eftir fyrsta leikhluta 20 – 15. 

Njarðvíkingar héldu út fyrstu mínúturnar í öðrum leikhluta en um miðbik leikhlutans komust Keflavík yfir í fyrsta sinn síðan þær áttu fyrstu körfu leiksins. Liðin skiptust á að leiða þar til síðustu mínútu leikhlutans þar sem heimastúkur skiptu um gír og tóku forystuna fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik 40 – 32. Athyglisvert að Njarðvík er með betri skotnýtingu og leiðir 30 – 17 í fráköstum líka. 

Þriðji leikhluti var eins og annar leikhluti fullur af hörku baráttu milli liðanna. Keflvíkingar sóttu að Njarðvík, sem missti þær fram úr sér en kláruðu leikhlutann vel. Þristaregn þar sem Krista Gló setti fjórða þristinn sinn í leiknum og Paulina, 11 stig og Jasmine , 15 stig, voru á eldi í þriðja leikhluta. Staðan fyrir fjórða leikhluta 66 – 62. 

Njarðvíkur stúlkur byrjuðu fjórða leikhluta betur, settu fyrstu 6 stig leikhlutans og komu sér 10 stigum yfir. Sara Rún fékk sína fjórðu villu eftir tæpar tvær mínútur, Anna Lára sem var einnig með 4 villur kom inná eftir að hafa lítið spilað í þriðja leikhluta vegna villu vandræða. Á sama tíma var enginn leikmaður Njarðvíkur með meira en tvær villur. Anna Lára fór út af með 5 villur þegar rúmar 6 mínútur voru eftir af leiknum. Keflvíkingar tóku leikhlé 10 stigum undir (77-67) í kjölfarið. Keflavík átti góðan kafla næstu tvær mínúturnar og náðu að koma stöðunni í 77 – 71. Njarðvíkingar tóku leikhlé þegar rúmar 4 og hálf mínúta voru eftir. Leikhléið bar árangur eins og leikhlé Keflavíkur hafði gert áður. Njarðvíkingar snarlöguðu stöðuna og komu sér í 84 – 74 þegar um tvær mínútur voru eftir. Bæði lið komin í bónus og Njarðvíkingar í hörku stöðu til þess að komast yfir í einvíginu. Njarðvík hleypti Keflavík ekki nær og virtust hafa góð tök á leiknum síðustu sekúndurnar. Hörku leikur þrátt fyrir afgerandi lokatölur 95 – 80.  

Byrjunarlið: 

Njarðvík: Emilie Sofie Hesseldal, Krista Gló Magnúsdóttir, Paulina Hersler, Hulda María Agnarsdóttir og Brittany Dinkins. 

Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Jasmine Dickey, Anna Lára Vignisdóttir og Julia Bogomila Niemojewska. 

Hetjan: 

Byrjunarlið Njarðvíkur eins og það leggur sig. Brittany 25 stig og 17 fráköst Emilie 18 stig og 21 fráköst og Paulina 30 stig. Þær Krista Gló sem var með 4/4 í þristum og Hulda María sem spilaði hörku vörn. 

Kjarninn: 

Keflavík tóku miklu færri fráköst. Njarðvík stjórnaði leiknum og hleypti gestunum aldrei langt frá sér. Hörku leikur og mikill kraftur í báðum liðum.  

Tölfræði 

Viðtöl: 

Krista Gló Magnúsdóttir 

Einar Árni Jóhannsson 

Fréttir
- Auglýsing -