Rex Chapman spilaði frá árinu 1988 til ársins 2000 í NBA deildinni. Á þessum tólf árum lék hann fyrir Phoenix Suns, Charlotte Hornets, Washington Bullets og Miami Heat. Þegar að feril hans sem leikmanns lauk vann hann á skrifstofu nokkurra liða deildarinnar. Eftir að hafa þurft að fara í sjö aðgerðir á síðustu þremur árum sínum sem leikmaður, hafði hann hinsvegar myndað með sér fíkn í lyfseðilskyld lyf.
Ástandið á þessum fyrrum leikmanni deildarinnar náði svo ákveðnum botni þegar að fyrir sex árum hann var handtekinn fyrir að stela varning að andvirði tveggja miljón króna úr Apple búð í Scottsdale í Arizona. Chapman gekkst við verknaðinum, greiddi skuld sína og sinnti 750 klukkustundum í samfélagsþjónustu. Um atvikið sjálft sagðist Chapman ekki muna mikið, þar sem hann hafi verið í ópíóða lyfjamóki.
Viðtal við Chapman um fíknina frá árinu 2017:
Eftir handtökuna fór Chapman í meðferð við fíkn sinni og náði að koma lífi sínu aftur á réttan kjöl. Í dag er hann bæði sérfræðingur hjá fyrrum skóla sínum, University of Kentucky, sem og vinnur hann fyrir sjónvarpsstöð NBA deildarinnar. Þá hefur hann einnig byggt sér upp stóran aðdáendahóp á samskiptaforritinu Twitter, þar sem hann setur inn mikið af skemmtilegu efni.
Upphaflega voru það oftast myndbönd tengd hans aðal vörumerki, sóknarvilla eða ruðningur (e. block or charge), en þá hefur hann upp á síðkastið einnig verið að setja inn hjá sér fjölmikið af skemmtilegu efni sem hefur ekkert með körfuboltalegar tilvísanir að gera.
Hér fyrir neðan má sjá hvar fyrrum ritstjóri Körfunnar leitar ráða hjá Chapman varðandi hvort um sóknarvillu eð ruðning hafi verið að ræða í leik Njarðvíkur og Cibona Zagreb í Evrópukeppninni 1991:
Covid-19 faraldurinn sem herjar á heiminn hefur haft mikil áhrif á vinsældir Chapman. Í dag er hann með um 650 þúsund fylgjendur, þar sem að um 580 þúsund þeirra bættust við í lok mars. Með flesta fast heima hjá sér góðan hluta úr deginum, hefur hann séð til þess að benda á og birta efni sem bæði léttir lundina og eykur samheldni fólks. Í nýlegu viðtali við Time sagði Chapman það ekki skipta máli hver þú værir, eða hvaða trú þú iðkaðir, þessir tímar gætu ekki verið annað en óttablendnir og ef að fólk fái einhverja hamingju út úr því að skoða Twitter reikning hans tvisvar til þrisvar á dag, þá væri hann allur fyrir það.
Vinsældir sínar hefur hann ætíð notað fyrir góðan málstað. Verandi óvirkur fíkill hefur hann mikið reynt að vekja mál á þeirri vá sem stafar af ópíóðum og lyfseðilskyldum lyfjum, því hefur hann safnað fyrir með sölu á varningi tengdum sóknarvillu eða ruðningi. Í þeim Covid-19 faraldri sem geisar nú hefur hann hinsvegar breytt um stefnu og er að safna fyrir bæði mat fyrir þá sem minna mega sín og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk í New York og heimaríki sínu, Kentucky. Hefur hann til þessa náð að safna tæpum þrjátíu miljónum króna, þar sem að yfir helming hefur þegar verið eytt í verkefnin.
Hérna er Rex Chapman á Twitter