spot_img
HomeFréttirRétt sluppu við Hvalfjörðinn

Rétt sluppu við Hvalfjörðinn

 
Ferð þeirra Keflvíkinga í Stykkishólm í gærkvöldi gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Jón N. Hafsteinsson leikmaður Keflavíkurliðsins þurfti að fá saumuð 10 spor í höfuðið á sér eftir samstuð í leiknum. Hrakförunum var ekki lokið því þegar átti að halda heim á leið vildi svo illa til að lykillinn að rútu Keflavíkur brotnaði í skránni og þá voru góð ráð dýr.
„Það voru svo góðir menn í Hólminum sem veittu okkur aðstoð, þeir skutluðu okkur áleiðis á meðan bíll kom á móti okkur að sunnan,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkur í samtali við Karfan.is. Málin leystust því farsællega og þó liðin berist á banaspjótum á parketinu er hver annars bróðir utan vallar. „Við vorum komnir korter í 12 í göngin svo við rétt sluppum,“ sagði Guðjón en fyrirhugað var að loka Hvalfjarðargöngum á miðnætti sökum ræstingar.
 
Varðandi Jón N. Hafsteinsson hafði Guðjón svo fulla trú á því að leikmaðurinn væri kominn í topp stand fyrir fimmtudaginn og hann viðurkenndi líka að hann hefði verið nokkuð feginn að sleppa við Hvalfjörðinn þetta skiptið.
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski: Keflvíkingar rétt náðu í göngin í gærkvöldi áður en þeim var lokað.
 
Fréttir
- Auglýsing -