spot_img
HomeFréttirRétt skal vera rétt

Rétt skal vera rétt

10:55 

{mosimage}

Vegna sögusagna sem kviknað hafa í framhaldi af atvikum sem áttu sér stað í bikarleik KR og Breiðabliks í 11. flokki karla, sem fram fór í DHL-Höllinni 31. janúar sl. vil ég koma eftirfarandi á framfæri. 

 

Leikmaður Breiðabliks gerði sig sekan um mjög alvarlegt athæfi er hann sló flautuna úr munni mér. Hann iðraðist gjörða sinn og bað mig afsökunar eftir leik og reyndi ekki á

nokkurn hátt að réttlæta gjörðir sínar heldur tók á sig fulla ábyrgð. Er hann maður að meiri í mínum augum á eftir. En að hann hafi slegið mig í andlitið er alrangt og ef einhverjir hafa skilið fréttaflutning af málinu þannig, þá leiðréttist það hér með. Með þessu er ég ekki að afsaka gjörðir hans á nokkurn hátt en rétt skal vera rétt.

 

Virðingarfyllst,

 

Konráð J. Brynjarsson

Körfuboltadómari

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -