spot_img
HomeFréttirRepeat hjá slökkviliðs og lögreglumönnum

Repeat hjá slökkviliðs og lögreglumönnum

Slökkviliðs- og lögreglumenn íslands voru í gær að tryggja sér annan heimsmeistaratitil sinni í körfuknattleik sem að þessu sinni fór keppnin fram í Belfast á Norður Írlandi.  Fyrir um tveimur árum sigruðu okkar menn þessa keppni sem haldin var þá í New York. 
  Riðlakeppnin hófst á fimmtudag með tveimur leikjum sem unnust með 91 stigs mun samanlagt…ekki mikið fyrirstaðar. Spilað gegn FDNY og svo Spænskum löggum… Daginn eftir gegn löggum frá Quebec, ögn betri, en samt rúmlega 30 stiga sigur. Í morgun var siðast leikur í riðli gegn Tenerife sem við unnum 66-41. Þá lá ljóst fyrir að spilað yrði um gullið gegn löggum frá Spáni, Katalóníu.
 
“Það var vita að það yrði hörkuleikur enda þeir vissulega með talent og spila mjög fast. Við byrjuðum mjög vel, stungum ekkert af en náðum ca 10 stiga foryrstu sem jókst svo í 2. hluta í tæp tuttugu stig, meðal annars með troði frá Magna sem vakti lukku í “höllinni” (dúkalagðri) og svo 3ja stiga regni frá Nonna Mæju. Baráttan hélt áfram en þrátt fyrir tilraun til comebacks frá Spánverjum þá vorum við með þetta, fór minnst í 12 stig en endaði svo 61-46.” sagði Baldur Ólafsson fyrrum leikmaður KR og núverandi laganna vörður í Reykjavíkur umdæmi. 
 
Liðið var svo sem ekkert skipað neinum aukvissum því auk Baldurs voru þeir Jón Ólafur “Mæju”, Páll Kristinsson (UMFN) , Loftur Þór Einarsson (Blix) , Magni Hafsteinsson (KR) ásamt öðrum toppmönnum sem vildu alls ekki koma undir nafni. 
 
Kapparnir munu svo fá tækifæri að taka Three-peat á þetta þegar leikarnir verða haldnir eftir 2 ár í Brasilíu. 
 
 Í viðtalinu hér að neðan má sjá viðtal við Baldur Ólafsson sem var tekið á leikunum en óhætt er að segja að “Stóri B” er fagmaður þegar kemur að viðtölum. 
 
Fréttir
- Auglýsing -