spot_img
HomeFréttirRennandi blautir Splash bræður sendu Rockets í sumarfrí

Rennandi blautir Splash bræður sendu Rockets í sumarfrí

Einn leikur fór fram í undanúrslitum Vesturstrandar NBA deildarinnar í nótt.

Meistarar Golden State Warriors lögðu heimamenn í Houston Rockets með 118 stigum gegn 113. Leikurinn sá fjórði sem að Warriors vinna í einvíginu og halda þeir því áfram til úrslita deildar sinnar á meðan að Rockets eru komnir í sumarfrí.

Í úrslitunum munu meistararnir mæta annaðhvort liði Denver Nuggets eða Portland Trail Blazers, en úrslit rimmu þeirra liða ræðst ekki fyrr en með oddaleik á morgun.

Stjörnuleikmaður Warriors, Kevin Durant, var fjarri góðu gamni í leik næturinnar. Ekki kom það að sök, þar sem aðrir tveir stjörnuleikmenn, Klay Thompson og Stephen Curry voru báðir góðir fyrir meistarana. Klay með 27 stig og Stephen 33.

Fyrir heimamenn í Houston var það James Harden sem dróg vagninn, skilaði 35 stigum, 8 fráköstum, 5 stoðsendingum og 4 stolnum boltum á tæpum 39 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks

Úrslit næturinnar

Golden State Warriors 118 – 113 Houston Rockets

https://www.youtube.com/watch?v=cTPB8Q47a4s

(Warriors fara áfram 4-2)

Fréttir
- Auglýsing -