spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaReggie hetja Keflavíkur gegn Íslandsmeisturunum

Reggie hetja Keflavíkur gegn Íslandsmeisturunum

Keflavík sigraði Íslandsmeistara KR, 85-79, í annarri umferð Dominos deildar karla í Blue Höllinni. Eftir leikinn eru bæði lið því komin með einn sigur í deildinni og í 4.-9. sætinu.

Gangur leiks

Það voru gestirnir úr Vesturbænum sem byjuðu leik kvöldsins betur. Leiddu með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 24-28. Í öðrum leikhlutanum náðu heimamenn þó aðeins betri tökum á leiknum, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Keflavík þremur stigum yfir, 45-42.

Leikurinn var jafn og spennandi í upphafi seinni hálfleiksins. Staðan fyrir lokaleikhlutann 62-60. Í upphafi þess fjórða voru KR svo aftur skrefinu á undan. Um miðbygg hlutans voru þeir mest komnir með 8 stiga forystu. Tók þá leikmaður Keflavíkur, Reggie Dupree til sinna ráða og skorar ein 9 stig í röð. Keflvíkingar litu í raun ekki til baka eftir það. Heimamenn stóðu af sér tilraunir KR til að gera leikinn spennandi á lokamínútunum og sigruðu að lokum með 6 stigum, 85-79.

Tölfræðin lýgur ekki

Þriggja stiga nýting KR var afleit í leik kvöldsins í samanburði við heimamenn. KR var með 28% nýtingu úr djúpinu á móti 38% nýtingu Keflavíkur.

Hetjan

Það er erfitt að segja að nokkur annar en Reggie Dupree hafi verið hetja Keflavíkur í kvöld, en hann skilaði 19 stigum og 4 fráköstum á aðeins 25 mínútum spiluðum. Þó skilaði Michael Craion hæsta framlagi liðsins í leiknum, 29 stigum og 5 fráköstum á 38 mínútum.

 

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -