Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Snæfells, Rebekku Rán Karlsdóttur, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Lið Snæfells tekur á móti Grindavík í Stykkishólmi kl. 19:15 í kvöld.
Áður höfðum við fengið lista frá:
Rebekka:
Hello – Adele
Þetta lag, þessi söngkona! Adele er alveg með þetta og veit hvað hún syngur.
Runnin’ (Lose it all) – Naughty boy, Beyoncé, Arrow Benjamin
Queen B! Eina sem þarf að segja.
Leiðin okkar allra – Hjálmar
Þetta lag hefur lengi verið eitt af mínum uppáhalds lögum. Rólegt og gott og kemur manni í góðan gír.
Sorry – Justin Bieber
Ég var ekkert rosa mikill Bieber fan en eftir að hann gaf út nýju plötuna verð ég meiri og meiri Bieber fan með hverri hlustun.
Þorparinn – Pálmi Gunnarsson
Þegar Símon Hjaltalín hendir þessu á fóninn þegar það eru 3 mínútur í leik þá peppast maður enn meira upp, bara gleði!