Spænska stórliðið Real Madrid toppaði magnað leiktímabil í kvöld er liðið bætti við spænska meistaratitlinum í safnið eftir sigur á Baskonia. Liðin mættust í fjórða leik úrslitaeinvígis ACB deildarinnar fyrr í kvöld og var staðan 2-1 fyrir Real fyrir leikinn.
Leikur kvöldsins var æsispennandi og mátti litlu muna að Baskonia næði að tryggja sér oddaleik. Ungstirnið Luka Doncic steig hinsvegar upp í lok leiksins og setti stór skot fyrir Real. Við það tókst Madrid að slíta sig frá Baskonia og unnu að lokum, 96-85 sigur.
Það er því Real Madrid sem er spænskur meistari 2018 en liðið vann einnig sterkustu deild evrópu, Euroleague fyrir stuttu og því magnað tímabil sem nú lýkur hjá liðinu. Valencia urðu spænskir meistarar fyrir ári síðan en ullu miklum vonbrigðum á þessu tímabili er liðið féll úr leik í átta liða úrslitum gegn Gran Canaria.
Rudy Fernandez var valinn bestur í úrslitaeinvíginu en hann setti 27 stig í leik kvöldsins. Luka Doncic lét lítið fyrir sér fara framan af leik í dag en steig heldur betur upp í lokin.
Með sigri Real Madrid í kvöld er ljóst að Luka Doncic verður viðstaddur NBA nýliðavalið sem fram fer næstkomandi fimmtudagskvöld. Doncic er talinn líklegur til að fara mjög snemma í nýliðavalinu enda eitt almesta efni sem komið hefur frá Evrópu. Hann hefði ekki getað verið viðstaddur ef einvígi Real Madrid og Baskonia hefði farið í fimm leiki.
A una pierna, con la posesión agotándose.
Qué triplazo de @luka7doncic.#PlayoffLigaEndesa
_x1f3a5_ @MovistarBasket pic.twitter.com/L1lcJnPkqF— Liga Endesa (@ACBCOM) June 19, 2018