spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueReal Madrid meistarar 2018!

Real Madrid meistarar 2018!

Spænska stórliðið Real Madrid lyfti meistaratitlinum í Euroleague þetta tímabilið eftir frábæran úrslitaleik gegn evrópumeisturum síðasta árs, Fenerbache. 

 

Fenerbache leiddi í hálfleik með tveimur stigum en liðin höfðu skipst reglulega á að hafa forystuna fram að því. Frábær frammistaða Fabien Causeur og Trey Thompkins fyrir Real Madrid reyndist mikilvæg þegar leið á leikinn. 

 

Real Madrid voru gríðarlega sterkir undir körfunni og tóku þrettán sóknarfráköst en mörg þeirra komu á stórum augnablikum. Það voru að lokum Madrídingar sem lyftu titlinum með 85-80 sigri en Tyrkirnir gerðu sitt besta til að jafna í lokin en það var of lítið og of seint. 

 

Luka Doncic heldur áfram að hlaða á sig viðurkenningum en hann var valinn besti leikmaður (MVP) undanúrslitahelgarinnar. Í gær var hann valinn besti leikmaður Euroleague á tímabilinu og því ótrúlegur árangur sem þessi 19. ára gamli slóveni er að ná.

 

Tölfræði leiksins. 

 

Fyrr í dag náði  Zalgiris Kaunas í þriðja sæti Euroleague þetta tímabilið eftir sigur á CSKA Moskvu í æsilegum bronsleik. Fagnaðarlæti Real Madrid má sjá hér að neðan en viðtöl og frekari fregnir af sigri Real Madrid er væntanlegt á Karfan.is síðar í kvöld. 

 

 

Mynd / Heimasíða Euroleague

Fréttir
- Auglýsing -