spot_img
HomeFréttirReal Madrid komið í 2-1 eftir stórsigur gegn Barcelona

Real Madrid komið í 2-1 eftir stórsigur gegn Barcelona

Real Madrid er komið í 2-1 gegn Barcelona í úrslitarimmu ACB deildarinnar um Spánarmeistaratitilinn. Liðin mættust í þriðju viðureign úrslitanna í kvöld þar sem Real Madrid hreinlega pakkaði Börsungum saman. Lokatölur voru 85-59, hreinn rassskellur.
Jaycee Carroll var stigahæstur í liði Real Madrid með 17 stig og 4 fráköst og Felipe Reyes bætti við 15 stigum og 8 fráköstum. Hjá Barcelona var CJ Wallace með 13 stig.
 
Fjórða úrslitaviðureign liðanna fer fram á heimavelli Real Madrid þann 13. júní næstkomandi þar sem Madrídingar geta tryggt sér meistaratitilinn.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -