Jón Arnór Stefánsson og félagar í Valencia töpuðu í kvöld öðrum leiknum í einvígi liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum spænsku deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en Real seig framúr þegar leið á leikinn og sigraði með níu stigum.
Okkar maður spilaði 16 mínútur og var með 5 stig í leiknum. Atkvæðamestur var Boban Dubljevic frá Svartfjallalandi en hann var með 19 stig og átta fráköst. Lið Real Madrid er ógnar sterkt en í liðinu eru leikmenn sem hafa spilað í NBA og bestu liðum Evrópu.
Þetta kemur Valencia í erfiða stöðu enda þurfa þeir að sigra þrjá leiki í röð til að komast uppúr undanúrslitunum. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn og tap þar þýðir að Valencia og Jón Arnór er komið í sumarfríð.