Tryggvi Snær til meistara Valencia

18.jún.2017  07:50 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Íslendingur aftur komin í ACB deildina

 

Samkvæmt öruggum heimildum hefur Tryggvi Snær Hlínason kvittað undir samning við spænska liðið Valencia og kemur til með að spila með liðinu á komandi tímabili í ACB deildinni. Valencia komu öllum á óvart á síðasta tímabili og rufu sex ára einokun Real Madrid og Barcelona á titlinum.  Valencia sigruðu Real Madrid í úrslitum 3:1. 

 

Tryggvi spilaði með nýliðum Þór Akureyri í Dominosdeildinni á síðustu leiktíð en liðið náði 8. sæti deildarinnar og fór í úrslitakeppni. Þar voru þeir slegnir út af meisturum KR.  Tryggvi skoraði 11 stig og tók 8 fráköst að meðaltali síðasta vetur.  Síðan þá hefur Tryggvi verið að tryggja sig kyrfilega í landsliði Íslendinga. 

 

Jón Arnór Stefánsson lék með liði Valencia sitt síðasta ár í atvinnumennsku áður enn hann hélt aftur í vesturbæinn til KR á síðasta tímabili, en hann spilaði einnig með liðinu tímabilið 2006-2007.