Leikmenn allra liða í Dominos deildum karla og kvenna mættu í myndatöku fyrir kynningarefni um deildirnar fyrir Körfuknattleikssamband Íslands.
Myndin kemur mjög vel út og príðir nú helstu vefsíður KKÍ og liðanna. Finnur Atli Magnússon er 2,08 meter á hæð og stendur hann á myndinni og gnæfir yfir öðrum.
Þegar farið er inná heimasíðu KKÍ birtist myndin eins og sést hér að ofan, vegna stærðar Finns hverfur haus hans á bakvið við valstikuna á heimasíðunni.
Finnur Atli kannast sjálfsagt við álíkavandamál en þetta tilvik er alveg sérstaklega hlægilegt.