20:46:16
Framherji Orlando Magic, stórskyttan Rashard Lewis, hefur verið dæmdur í 10 leikja bann eftir að ólöglegir sterar fundust í líkama hans og mun hann því missa af upphafi leiktíðarinnar.
Efnið ólöglega kallast DHEA (Dehydroepiandrosterone) og kom úr fæðubótaefni sem Lewis notaði undir lok síðustu leiktíðar og segist hann ekki hafa áttað sig á því að um ólöglegt athæfi hafi verið að ræða.
Í yfirlýsingu frá Lewis segist hann taka fulla ábyrgð á stöðunni og sætta sig við refsinguna.
„Ég vil biðja alla stuðningsmenn Magic, liðsfélaga mína og forsvarsmenn félagsins afsökunar fyrir að hafa ekki kannað málið eins og skyldi. Ég vona að þessi óafvitandi mistök munu ekki kasta rýrð á liðið okkar og að allir íþróttamenn geti lært af mistökum mínum að neyta ekki fæðubótaefna, hversu sakleysisleg sem þau kunna að vera, nema að leita sér sérfræðiráðgjafar fyrst.“
Lewis var einn af lykilmönnum Orlando sem komust óvænt í úrslit NBA deildarinnar þar sem þeir voru lagðir að velli af LA Lakers.